Hópþjálfun hjá Ingibjörgu

Fyrir þig sem þarft….  aðhald í hreyfingu, kennslu á þol- og styrktartæki, vilt æfa í litlum lokuðum hópi með þjálfara, einfalt en áhrifaríkt æfingaprógram og hvatningu til að æfa sjálfstætt inná milli.

Markmið: Heilsan í 1.sæti. Líkamleg, andleg og félagsleg heilsa. Líkamsstaða, styrkur og þol. Unnið með allan líkamann í hverjum tíma. Allar æfingar aðlagaðar að þér, þ.e. auðveldari eða erfiðari útfærslur.

Mikið aðhald: 

• SMS áminning fyrir hvern tíma. 

• Facebook hópur.

• Æfingaprógram hverrar viku sett inn á Facebook hóp, samtals 4 æfingaprógröm á mánuði.

Hvenær: 

Mánudagar og fimmtudagar kl. 12:00.

Þriðjudagar kl. 10:00, 16:30 og kl. 17:20.

Fimmtudagar kl. 10:00 og kl. 12:00.

Þú velur hvað þú vilt vera oft í viku og hvenær þú vilt æfa. 

Hver tími er 40 mínútur.

Verð: 13.990,- mánuðurinn 1x í viku, 24.990,- mánuðurinn 2x í viku og 29.990,- mánuðurinn 3x í viku

*Áskrift í Orkustöða er keypt sér.

Greitt fyrirfram hvern mánuður. 

Í hópþjálfuninni mætir þú og fer strax á upphitunartæki í 5-15 mín. Mælt er með að mæta fyrir tímann og hita upp. Fjölbreytt stöðvaþjálfun. Við vinnum með sömu æfingar viku í senn. Engin hopp eða hlaup nema óskað sé eftir því. 

Lítið mál að fá nótu fyrir stéttarfélagið eða vinnuna til að setja upp í styrk.  

 

Orkustjórnun Námskeið

Fyrir þið sem ert að… glíma við kulnun, vefjagigt, alvarlega streitu, svefnvandamál, síþreytu eða örmögnun. 

Markmið:   Er að þú fáir verkfæri til að byggja upp orku, þrek og þol og nái þar með upp fyrri styrk í  persónulegu lífi og vinnu. Mikið aðhald og eftirfylgni.

Fyrirkomulag: 

• Þú færð einstaklingsviðtal við íþróttafræðing í upphafi og við lok námskeiðs. í upphafi er farið yfir núverandi stöðu m.t.t. veikinda, markmiða og væntinga. Við lok námskeiðs er farið yfir þinn árangur og settar upp tillögur að áframhaldandi uppbyggingu.

Innifalið: 6 vikna námskeið í Orkustjórnun í hóptímasal og 3ja mánaða kort í Orkustöðinni.

• Við lok námskeiðs hefur þú áframhaldandi 6 vikna aðgang að Orkustöðinni.

• Þjónustan er persónuleg og einstaklingsmiðuð.

• Stigvaxandi hreyfing og fræðsla í hverjum tíma 2x í viku, alls 12 skipti, plús 2 einstaklingsviðtöl. 

• Tímar verða á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00-14:00.

• Námskeið 1 hefst 2.september og stendur til 17.október 2024.

Fyrir nánari upplýsingar og skráningu vinsamlegast sendu tölvupóst á:

ingibjorg1@gmail.com

 

 

Einstaklings- og paraþjálfun

Fyrir þig sem þarft….  mikið aðhald og hvatningu, vilt fá sérhæft æfingarprógram sem tekur tillit til þinna markmiða, veikinda, meiðsla eða sjúkdóma, kennslu á þol- og styrktartæki, leiðbeiningu um rétta líkamsstöðu.

Markmið: Þú og þín heilsa.

Fyrirkomulag:  Í einstaklings- og paraþjálfun undirbý ég hvern einasta tíma sem við hittumst og aðlaga að þínum/ykkar markmiðum.

Í fyrsta tímanum þá tölum við saman um þín markmið og áherslur og ef það eru einhver meiðsl eða sjúkdómar sem hrjá þig sem við þurfum að taka tillit til. Einnig sýni ég þér stöðina, aðstöðuna og þú prófar tækin. Það er því mikilvægt að koma í æfingafötum í fyrsta tímann.

Einkaþjálfun verð:

1 einstaklingur í 40 mín sérsniðinni þjálfun eða ráðgjöf

10 tímar á 8.000,- stk

5 tímar á 10.000,- stk

1 tími í 60 mín á 15.000,-

Paraþjálfun verð: 

2 einstaklingar í 40 mín sérsniðinni þjálfun eða ráðgjöf

10 tímar á 12.500,- stk

5 tímar á 15.000,- stk

Ekkert mál að fá nótu fyrir stéttarfélagið eða vinnuna til að setja upp í styrk.  

Til að skrá þig í þjálfun hjá Ingibjörgu vinsamlegast sendu tölvupóst á:

ingibjorg1@gmail.com