Hóptímasalur

Í hóptímasalnum bjóðum við upp á opna tímatöflu þar sem við blöndum saman OrkuFit og Yoga. Það felst mikill heilsusamlegur ávinningur, bæði andlegur og líkamlegur, í því að blanda þessu saman. Það hjálpar þér að auka þrek og styrk til muna, það eykur beinþéttni, styrkir bandvef og örvar efnaskipti líkamans. Einnig hefur það góð áhrif á líkamsstöðu, jafnvægi, hreyfanleika og bætir liðleika.
Þegar þú blandar þessu saman ertu í raun að hámarka líkamlega frammistöðu, innri stöðugleika og andlegt jafnvægi. Við erum að tengja saman líkama, huga og sál þannig að þú öðlist aukið alhliða hreisti með fjölbreyttum æfingum.

Við bjóðum upp á 5-6 tíma, daglega, alla virka daga í opinni töflu.  Í boði eru morgun-, miðmorgun-, hádegis-, seinniparts- og kvöldtímar. Einnig eru tímar í boði allar helgar.

Í hóptímasalnum er líka hægt að skrá sig á lokuð námskeið sem eru keyrð reglulega yfir árið. Má þar nefna Fit Pilates, Infrared BodyFit og Happy Hips (Hreyfiflæði, bandvefsnudd og yin jógateygjur).

Systurnar Elín Rós Bjarnadóttir og Ljósbrá Mist Bjarnadóttir eru eigendur Orkustöðvarinnar og reka hóptímasalinn. Þær bjóða alla velkomna að koma að prófa í 3 skipti án skuldbindinga.

*Athugið að aðgangur í tækjasal er ekki innifalinn í kaupum á aðgangi í hóptímasal

 

OrkuFit

OrkuFit eru tímar sem byggjast á styrktar- og þolþjálfun. Unnið er í skorpuþjálfun þar sem unnið og hvílt er í fyrirfram ákveðinn tíma.  Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir og henta bæði byrjendum sem og lengra komnum þar sem hægt er að aðlaga æfingarnar að hverjum og einum með stignun.  Þjálfari útskýrir allar æfingar vel og mikil áhersla er lögð á að fólk fari á sínum hraða, hreyfi sig rétt og noti þær þyngdir sem henta hverjum og einum. 

Góð upphitun er tekin í upphafi tímans þar sem við notum eigin líkamsþyngd en í tímanum sjálfum notum við búnað eins og bjöllur, handlóð, æfingateygjur, þoltæki, wallball o.fl. Hver tími er yfirleitt í kringum 40 – 50 mínútur.

Við eigum okkur markmið í OrkuFit og það er að skapa hvetjandi samfélag þar sem góður andi ríkir svo fólk hafi gaman af því að mæta á æfingar.

Yoga

Í jógasalnum eru hitapanelar sem gefa frá sér infrarauða geisla en svoleiðis hitakerfi hitar líkamann mun dýpra en önnur kerfi sem þíðir að innstu vefir og líffæri verða örvuð. Blóðflæði eykst og þar af leiðandi svitnum við mun meira og líkaminn losar sig auðveldlega við óhreinindi í gegnum húðina. Infrarauðu geislarnir leysa upp vöðvabólgur og mýkja upp vöðva. Geislarnir eru þeir sömu og góðu geislarnir frá sólinni.

SmartFlow Yoga:
Nútímaleg nálgun á jóga sem á rætur frá Lyengar og Ashtanga yoga með áherslu á Vinyasa Flow. Sérhver jógatími er byggður út frá Movement Principles sem gerir okkur kleift að skilja asana í gengum hreyfingu og finna eigin tjáningu í hverri jógastöðu. SmartFlow Yoga leggur áherslu á að einblína á öndun og góðar leiðbeiningar og lagfæringar í jógastöðum. Með því að beina huga þínum að önduninni nærð þú að virkja hverja æfingu betur og öðlast innri ró. Farið verður í alla þrjá þættina sem tengjast jóga: öndun (pranyama), jógastöður (asana), hugleiðslu-og slökun (dharana). Þessi tegund af jóga hentar vel byrjendum og lengra komnum, konum og körlum.

Yoga nidra:
Yoga nidra er ævaforn leidd liggjandi djúpslökun sem byggir á öndun, slökun, núvitund og líkamsvitund og er stundum kallað jógískur svefn. Yoga nidra hjálpar til við að skapa jafnvægi, losa um streitu, minnka kvíða, kyrra hugann og bæta svefn. Það má segja að yoga nidra sé besta verkfærið til að öðlast betri stjórn á ýmsum hugsunum eða aðstæðum og brjóta upp neikvæð mynstur. Talið er að 30 mínútur í Yoga nidra geti verið á við 4 tíma svefn. Þessi tegund af jóga hentar öllum.

Absolute Yoga:
Absolute Yoga serían er kennd við Absolute Yoga Academy sem er einn stærsti og virtasti jógakennaraskóli heims. Þaðan hafa útskrifast rúmlega 2 þúsund jógakennarar sem kenna í ríflega 50 löndum. Í seríunni eru 50 fremur hefðbundnar Hatha jógastöður sem nánast allar eru gerðar í kyrrstöðu og því hentar þessi sería sérstaklega vel fyrir byrjendur. Jógaserían er í heild sinni afa vel uppbyggð og þaulhugsuð. Hún er mjög heilandi þar sem unnið er á víxl með jafnvægi og stöðugleika, styrk, teygjur og slökun með virkri öndun allan tímann. Kennari lýsir stöðunum á ítarlegan hátt og sýnir hvernig þær eru framkvæmdar. Fyrir þá sem þekkja Bikram Yoga má segja að þessar seríur séu keimlíkar.

Yin Yoga:
Í Yin Yoga er lögð megináhersla á aukinn liðleika og einbeitingu. Hægur taktur er í tímanum þar sem farið verður í fjölmargar teygjur og þeim haldið í lengri tíma en venja er í hefðbundnum jógatímum. Engu að síður er Yin Yoga krefjandi, þó á annan hátt en jógaæfingar þar sem unnið er meira með styrk (Yang). Uppröðun æfinga er þannig að unnið er með öll svæði líkamans frá fótleggjum að miðju, út í axlir, handleggi og úlnliði.

Yoga Fusion:
Jógatími þar sem áhersla er á stöður úr Absolute Hot Yoga seríunni ásamt Yin æfingum sem hjálpa okkur að losa um stress, spennu og stífleika. Um helmingur tímans fer í stöður sem styrkja okkur og hinn helmingurinn djúpar teygjur sem aðstoða okkur að losa spennu sem við eigum til að safna í hversdagsleikanum.

Absolute Power Yoga:
Jógatími þar sem áhersla er á stöður úr Absolute Hot Yoga seríunni ásamt yogaæfingum sem hjálpa okkur að virkja vöðva sem við notum í ýmsum skemmtilegum yogastöðum. Tímarnir ganga út á að prófa sig áfram og hafa gaman á meðan við skorum á okkur að halda áfram.

Yoga Beat:
Tímarnir eru byggðir á Hatha Vinyasa og er helsta áherslan lögð á andlegt og líkamlegt jafnvægi. Góð blanda af styrk, teygjum og skemmtilegum stöðum þ.m.t jafnvægisstöðum og handstöðum. Góð slökun er í lokin. Tónlistin í tímunum er sérstaklega samin til þess að hjálpa okkur við að kyrra hugann og komast í hugleiðsluástand þar sem sami takturinn er gegnumgangandi allan tímann. Tímarnir henta bæði byrjendum og lengra komnum þ.e hver og einn fer eins langt og hann treystir sér til.

Jivamukti Yoga:
Jivamukti Yoga eru 75 mínútna jógatímar þar sem unnið er með möntrur, öndun, ásetning kröftugar stöður, hugleiðslu og slökun. Tíminn er byggður upp á fimm eftirfarandi þáttum: shastra (scripture), bhakti (devotion), ahimsa (kindness), nada (music), dhyana (meditation).

Hatha Flow Yoga:
Í tímunum er blandað inn Vinyasa flæði, Yin og Nidra ásamt áherslu á Pranyama. Tímarnir byrja á góðri núvitundar ásetningu. Pranyama er innleitt einnig í upphafi sem snýst fyrst og fremst um flæði á lífsorkunni með öndunaræfingum sem mun vera nokkurskonar attkeri í gegnum æfingarnar. Í Vinyasa flæðinu er lögð áhersla á að tengja öndun við hverja hreyfingu líkamans og gerir okkur kleyft á að halda enn frekari einbeitingu og slaka betur inn í hverja stöðu. Hugurinn róast mikið við meðvitaða öndun og ávinningurinn kemur fljótt í ljós. Í seinni hluta tímans hægir á tempóinu og verður þá leitast við að halda stöðum í lengri tíma að hætti Yin . Tímarnir enda svo á endurnærandi djúpslökun. En stuttlega verður leitt í gegnum Yoga Nidra eða annarskonar slökun. Tímarnir henta öllum stigum, byrjendum sem lengra komnum þar sem hver og einn leitast við að kynnast sínum eigin líkama og huga

Baptiste Power Yoga:
Í þessum unaðslega hlýja en jafnframt kröftuga tíma förum við í gegnum “ Journey into power” seríuna sem er byggð á Baptiste power yoga. Við sleppum því sem heldur aftur að okkur bæði á mottunni og í lífinu og búum til pláss fyrir eitthvað nýtt. Uppgötvum okkar innri styrk og um leið aukum okkar líkamlega styrk og liðleika. Taktu stökkið, trúðu á þig og vertu “ JÁ”