GREIÐSLUR/SKILMÁLAR

12 MÁNAÐA SAMNINGUR: Binditími er tólf mánuðir og þarf að segja upp samningnum með þriggja mánaða fyrirvara. 

ÓTÍMABUNDINN SAMNINGUR: Enginn binditími en það þarf að segja upp samningnum með tveggja mánaða fyrirvara.

ALLIR SAMNINGAR eru fyrirframgreiddir. Ef samningur er gerður eftir mánaðarmót, gæti sú staða komið upp að korthafi greiði þann mánuð með næsta mánuði. Eftirfarandi greiðslur í áskrift greiðast í byrjun hvers mánaðar óháð kaupdegi. Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð mætingu. Uppsagnafrestur er samkvæmt hverjum samning og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn.

Áskriftargjaldið er innheimt í byrjun hvers mánaðar með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði.

Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu ekki um mánaðarmót, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynningu til viðskiptarvinar. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst. 

Orkustöðin áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki Orkustöðin gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.

Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun.

Orkustöðin heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Vinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (lög 2018 nr. 90 27. júní). Varðveislureglan: að persónuupplýsingar séu varðveittar í því formi að ekki sé unnt að bera kennsl á einstaklinga lengur en þörf krefur miðað við tilganginn með vinnslu þeirra. Öryggisreglan: að persónuupplýsingar séu unnar með þeim hætti að viðeigandi öryggi þeirra sé tryggt.