Einkaþjálfarar í Orkustöðinni

Ingibjörg Katrín

Ingibjörg er með B.Sc í íþróttafræðum og MPM master í verkefnastjórnun auk fjölda námskeiða innan heilsu og þjálfunar.

Ingibjörg er með yfir 20 ára reynslu og þekkingu á sviði styrktar-, þol-, snerpu- og liðleikaþjálfunar. Hún hefur unnið náið með sjúkraþjálfurum í þjálfun, endurhæfingu og sundleikfimi, bæði á Íslandi og í Danmörku, kennt hóptíma og frjálsar íþróttir m.a.

Ingibjörg býður upp á einka- og hópþjálfun í tækjasal auk þess að búa til sérsniðið æfingaprógram eftir þörfum hvers og eins. 

Ef þú ert að glíma við verki/stoðkerfisvandamál, ert í endurhæfingu, streitu eða uppbyggingu eftir áföll þá hefur Ingibjörg góða reynslu á því sviði. Hún aðstoðar þig við að komast á sem öruggastan hátt að þínu markmiði, hvort sem það eru æfingar í sal eða þjálfun heima með eða án þjálfara.

Ingibjörg hefur sömuleiðis góða þekkingu í þjálfun á meðgöngu og eftir barnsburð og hefur unnið með sjúkraþjálfara á því sviði. Í boði eru stakir tímar eða þjálfun til lengri tíma. Hún hefur einnig þjálfað börn og unglinga í áraraðir og býður upp á einkaþjálfun m.t.t. íþróttagreinar sem viðkomandi æfir, fræðslu um mataræði og hugarfar.

Ef þið vantar að koma mataræðinu á réttan kjöl aðstoðar Ingibjörg þig bæði með ráðgjöf og fræðslu heimavið og/eða búðarferð. Sérsniðin þjónusta að þörfum hvers og eins.

Til þess að fá nánari upplýsingar endilega hafðu samband við Ingibjörgu með því að senda henni tölvupóst ingibjorg1@gmail.com

 

Pétur Bragason

Pétur er menntaður ÍAK styrktarþjálfari, yogakennari og verkfræðingur. Hann getur aðstoðar þig við að byggja upp andlegan og líkamlegan styrk, auk þess að setja með þér upp einstaklingsmiðaða æfingaáætlun.

Pétur þekkir vel af eigin raun að byggja sig upp líkamlega og andlega eftir slys og hefur hann nýtt þá reynslu í að aðstoða aðra.

Auk þess að bjóða upp á einka- og hópþjálfun í Orkustöðinni þjálfar hann í íþróttamiðstöðunum í Suðurnesjabæ og býður upp á fjarþjálfun.

Til þess að fá nánari upplýsingar endilega hafðu samband við Pétur með því að senda honum tölvupóst eða getur hringt/sent sms: 892-9668

Ingibjörg Birta

Ingibjörg Birta útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari vorönn 2022 og hefur ástríðu fyrir að hjálpa fólki að bæta líkamlega sem og andlega heilsu.

Ingibjörg æfði fimleika i 10 ár og stundar nú m.a. crossfit. Hún leggur upp úr að æfingarnar séu skemmtilegar og til þess að líða vel.

Ingibjörg skorar á sjálfan sig að ná sínum markmiðum en það er það sem hún vill hjálpa öðrum að gera. Einnig leggur hún mikla áherslu á að iðkendur tileinki sér rétta líkamsstöðu og líkamsbeitingu, en það er eitt af þeim atriðum sem ítarlega var farið í í ÍAK náminu.

Þannig að ef þú vilt fá góðan stuðning í þjálfun (einkaþjálfun eða hópþjálfun), aðstoð með markmiðasetningu, fá stuðning að ná upp heilbrigðum venjum og ná árangri, þá ættir þú að heyra í Ingibjörgu Birtu.

Til þess að fá nánari upplýsingar þá getur þú haft samband við Ingibjörgu Birtu með því að senda henni tölvupóst: ingibjorgbirtaa@gmail.com eða í gegnum skilaboð á instagram.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir

Sigurbjörg er menntaður íþróttafræðingur með B.sc. gráðu í sálfræði og MLM gráðu í forystu og stjórnun.

Hún er einn af eigendum Orkustöðvarinnar og sér um reksturinn á tækjasalnum auk þess að bjóða upp á einkaþjálfun, hópþjálfun og heilsuráðgjöf.

Sigurbjörg sérhæfir sig í þjálfun einstaklinga með stoðkerfisvandamál og hefur m.a. starfað sem heilsuþjálfari á Reykjalundi og ráðgjafi og sérfræðingur hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. 

Ef þig vantar aðstoð við að komast af stað eftir langt hlé, ert óörugg/ur að byrja að hreyfa þig v. stoðkerfisvandamála, eða vilt fá æfingaprógramm sérsniðið að þér, þá getur þú heyrt í Sigurbjörgu með því að senda tölvupóst á sigurbjorg@orkustod.is

Sigríður Rósa Kristjánsdóttir – Sigga Kr.

Sigga býður upp á fjarþjálfun en hún býr núna á Spáni þar sem hún tekur m.a. á móti hópum í heilsuferðir. Auk þess býður Sigga upp á heilsumarkþjálfunarviðtöl í gegnum fjarfundabúnað.

Þeir sem eru í fjarþjálfun hjá Siggu fá þétt aðhald og sérsniðnar æfingar, auk annara upplýsinga sem eru aðgengilegar í vönduðu appi. Þar má m.a. sjá allar æfingar á stuttum myndböndum þar sem Sigga sýnir rétta tækni.

Sigga er menntaður einkaþjálfari og hefur tæplega þriggja áratuga langa reynslu af þjálfun. Hún átti og rak Perluna heilsurækt í mörg ár og þjálfaði marga Suðurnesjabúa á því tímabili 🙂 Sigga er menntaður markþjálfi og er núna í framhaldsnámi.

www.siggakr.is

Til þess að fá nánari upplýsingar þá getur þú haft samband við Siggu með því að senda henni tölvupóst: perlan.sigga@gmail.com eða í gegnum skilaboð á instagram.

Ingibjörg ELva – Í fæðingarorlofi

Ingibjörg er mennaður ÍAK einkaþjálfari auk þess að vera með B.sc. gráðu í félagsfræði og ML gáður í mannauðsstjórnun. Hún er einnig næringarþjálfari.

Ingibjörg getur aðstoðar þig við að setja upp æfingaáætlun sérsniðna að þér og þínum markmiðum. Mikil áhersla á eftirfylgni og rétta líkamsbeitingu

Ef þú vilt fá:

*Ráðleggingar varðandi mataræði
*einkaþjalfun/hópþjálfun
*fjarþjálfun

þá heyrir þú í Ingibjörgu Elvu með því að senda henni tölvupóst á ingibjorgev@gmail.com