Einkaþjálfarar í Orkustöðinni

Ingibjörg Katrín

Ingibjörg er menntaður íþróttafræðingur auk þess að vera með MPM gráðu. 

Ingibjörg er með yfir 20 ára reynslu og þekkingu á sviði styrktar-, þol-, snerpu- og liðleikaþjálfunar. Hún hefur unniði náið með sjúkraþjálfurum í þjálfun og kenndi hóptíma í Hreyfingu og World Class í 7 ár. 

Ingibjörg býður upp á einka- og hópþjálfun í tækjasal auk þess að búa til sérsniðið æfingaprógramm eftir þörfum hvers og eins. Ef þú ert að glíma við stoðkerfisvandamál og eða ert í endurhæfingu (eða á leiðinni) þá hefur Ingibjörg mikla reynslu á því sviði og aðstoðar þig að komast á sem öruggastan hátt að þínu markmiði. Hvort sem það eru æfingar í sal eða heimaþjálfun.

Ingibjörg hefur góða reynslu í þjálfun eftir barnsburð. Hún kenndi námskeið fyrir nýbakaðar mæður í Noregi um nokkurt skeið í samstarfi við sjúkraþálfara.

Ef þið vantar aðstoð með að koma mataræðinu á réttan kjöl þá getur Ingibjörg aðstoðað þig, bæði með ráðgjöf, fræðslu og/eða búðarferð. Sérsniðin þjónusta að þörfum hvers og eins.

Til þess að fá nánari upplýsingar endilega hafðu samband við Ingibjörgu með því að senda henni tölvupóst ingibjorg1@gmail.com eða skilaboð í gegnum facebook eða Instagram. 

 

Pétur Bragason

Pétur er menntaður ÍAK styrktarþjálfari, yogakennari og verkfræðingur. Hann getur aðstoðar þig við að byggja upp andlegan og líkamlegan styrk, auk þess að setja með þér upp einstaklingsmiðaða æfingaáætlun.

Pétur þekkir vel af eigin raun að byggja sig upp líkamlega og andlega eftir slys og hefur hann nýtt þá reynslu í að aðstoða aðra.

Auk þess að bjóða upp á einka- og hópþjálfun í Orkustöðinni þjálfar hann í íþróttamiðstöðunum í Suðurnesjabæ og býður upp á fjarþjálfun.

Til þess að fá nánari upplýsingar endilega hafðu samband við Pétur með því að senda honum tölvupóst eða getur hringt/sent sms: 892-9668

Sigríður Rósa Kristjánsdóttir – Sigga Kr.

Sigga býður upp á einkaþjálfun og hópþjálfun í tækjasal Orkustöðvarinnar, auk fjarþjálfunar. Í hópþjálfun í tækjasal eru 2-5 saman og mikil áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun og æfingar sérsniðnar að hverjum og einum. Mikil hvatning og eftirfylgd.

Þeir sem eru í fjarþjálfun hjá Siggu fá þétt aðhald og sérsniðnar æfingar, auk annara upplýsinga sem eru aðgengilegar í vönduðu appi. Þar má m.a. sjá allar æfingar á stuttum myndböndum þar sem Sigga sýnir rétta tækni.

Sigga er menntaður einkaþjálfari og hefur áratuga langa reynslu af þjálfun. Hún átti og rak Perluna heilsurækt í mörg ár og þjálfaði marga Suðurnesjabúa á því tímabili 🙂 Samhliða þjálfun í Orkustöðinni þjálfar hún íbúa Suðurnesjabæjar þar sem hún kennir spinning og Body pump í íþróttamiðstöðinni í Garði.

Sigga býður upp á heilsu- og næringarráðgjöf og mælingar auk þess að bjóða upp á reglulegar heilsuferðir erlendis.

www.siggakr.is

Til þess að fá nánari upplýsingar þá getur þú haft samband við Siggu með því að senda henni tölvupóst: perlan.sigga@gmail.com eða í gegnum skilaboð á instagram eða hringir í síma: 899-0455

Sigurbjörg Gunnarsdóttir

Sigurbjörg er menntaður íþróttafræðingur með B.sc. gráðu í sálfræði og MLM gráðu í forystu og stjórnun.

Hún er einn af eigendum Orkustöðvarinnar og sér um reksturinn á tækjasalnum auk þess að bjóða upp á einkaþjálfun, hópþjálfun og heilsuráðgjöf.

Sigurbjörg sérhæfir sig í þjálfun einstaklinga með stoðkerfisvandamál og hefur m.a. starfað sem heilsuþjálfari á Reykjalundi og ráðgjafi og sérfræðingur hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. 

Ef þig vantar aðstoð við að komast af stað eftir langt hlé, ert óörugg/ur að byrja að hreyfa þig v. stoðkerfisvandamála, eða vilt fá æfingaprógramm sérsniðið að þér, þá getur þú heyrt í Sigurbjörgu með því að senda tölvupóst á sigurbjorg@orkustod.is.

Ingibjörg ELva – Í fæðingarorlofi

Ingibjörg er mennaður ÍAK einkaþjálfari auk þess að vera með B.sc. gráðu í félagsfræði og ML gáður í mannauðsstjórnun. Hún er einnig næringarþjálfari.

Ingibjörg getur aðstoðar þig við að setja upp æfingaáætlun sérsniðna að þér og þínum markmiðum. Mikil áhersla á eftirfylgni og rétta líkamsbeitingu

Ef þú vilt fá:

*Ráðleggingar varðandi mataræði
*einkaþjalfun/hópþjálfun
*fjarþjálfun

þá heyrir þú í Ingibjörgu Elvu með því að senda henni tölvupóst á ingibjorgev@gmail.com.