TÆkjasalur

Tækjasalur Orkustöðvarinnar er einstaklega notalegur æfingasalur þar sem vellíðan iðkenda er í fyrirrúmi. Salurinn er búinn nýjum, hágæða líkamsræktartækjum og búnaði. Í salnum er m.a. gott úrval þol- og þrektækja (hlaupabretti, fjölþjálfar, stigvél, viftu-hjól, sitjandi þrekhjól, endurhæfingagöngubretti og róðravél. Öflugir rekkar og stangir fyrir ólympískar- og kraftlyftingar og gott úrval er af ketilbjöllum, handlóðum, sippuböndum, æfingateygjum og öðrum æfingabúnaði. Auk þess er í salnum æfingastöð þar sem hægt er að gera yfir 20 æfingar í (t.d. fótpressa, niðurtog, brjóstpressa, kviðkreppam dýfur, fótlyftur, róður. Sjá nánar hér:  https://www.youtube.com/watch?v=RZNCVADdwbw&t=1s

Stórir og miklir gluggar sem snúa í norður ýta undir æfingaupplifunina þar sem útsýnið er einstakt. Í tækjasal Orkustöðvarinnar er einungis óbein lýsing og hljóðvistin eins og best verður á kosið. Mikil áhersla var lögð á vellíðan í hönnunarferlinu og jákvæða æfingaupplifun iðkenda. 

 

Opnunartími

Opið alla daga ársins

Virka daga: 05:50-22:30

Helgar: 07:00-22:30

Við tökum vel á móti þér

Björgvin Jónsson og Sigurbjörg Gunnarsdóttir eru eigendur Orkustöðvarinnar. Þau eru bæði Suðurnesjafólk, Björgvin úr Garðinum og Sigurbjörg Njarðvíkingur. Sigurbjörg er sálfræðimenntaður íþróttafræðingur og hefur hún víðtæka starfsreynslu á sviði ráðgjafar, kennslu, þjálfunar og starfsendurhæfingar. Hún er með fasta viðveru í tækjasalnum 2x í viku. Björgvin er laghentur tæknifræðingur og sér til þess að tækjabúnaðurinn sé ávallt í toppstandi.

Allir nýir iðkendur geta bókað tíma hjá Sigurbjörgu og fengið kennslu á tækin og leiðbeiningu með æfingaval (innifalið í korti). Til að bóka tíma vinsamlegast sendu póst á sigurbjorg@orkustod.is

Við bjóðum alla velkomna að koma og prófa hjá okkur tækjasalinn frítt (1x) án skuldbindinga. Endilega sendu okkur póst til að bóka tíma (sigurbjorg@orkustod.is) og við finnum tíma til að taka vel á móti þér 🙂

Æfingar vikunnar

Í hverri viku hannar þjálfari Orkustöðvarinnar 2 æfingar og myndir fylgja öllum æfingum til útskýringar. Einfalt og þægilegt prógramm sem byggir á blöndu af styrktar og þolæfingum, við flestra hæfi.

Öll tæki og búnaður eru frá Hreyfisport, Hafnargötu 35 Reykjanesbæ.

https://hreyfisport.is/

Myndir af aðstöðunni

Infrared sauna í Orkustöðinni

Nú getur þú slakaða á í innrauðum sauna klefa fyrir eða eftir æfingu. Það er 3 manna klefi í báðum búningsklefum sem er frábær viðbót við litlu notalegu stöðina okkar.
Tilvalið að slaka vel á eftir góða æfingu, tengja spotify eða storytel við bluetooth kerfið í sauna klefanum og hlusta á eitthvað notalegt meðan að þú lætur vöðvabólguna og streituna líðaí burtu.
Það eru margir kostir við það að fara í innrauða saunu. Áhugaverðar staðreyndir:
Notkun er talin geta dregið úr vöðvabólgu, kvíða og streitu. Auk þess að geta haft jákvæð áhrif á gigtarverki.
Infrarauðir ljósgeislar fara inn í líkama okkar um 4.5 cm þægilega og örugglega, sem þýðir að innri vefir og líffæri örvast, sem svo gerir það að verkum að maður svitnar mun meira en maður gerir í hefðbundinni saunu. Óhreinindi sem líkaminn á erfitt með að losa sig við sleppa út í gegnum húðina okkar við notkun á lágum og þægilegum hita.