TÆkjasalur

Tækjasalur Orkustöðvarinnar er búinn nýjum,hágæða líkamsræktartækjum og búnaði. Í salnum er m.a. gott úrval þol- og þrektækja (hlaupabretti, fjölþjálfar, stigvél, viftu-hjól, sitjandi þrekhjól, endurhæfingagöngubretti og róðravél). Öflugir rekkar og stangir fyrir ólympískar- og kraftlyftingar og gott úrval er af ketilbjöllum, handlóðum, sippuböndum, æfingateygjum og öðrum æfingabúnaði í tækjasalnum. Auk þess er í salnum æfingastöð þar sem hægt er að gera um 20 æfingar í (t.d. fótpressa, niðurtog, brjóstpressa, kviðkreppam dýfur, fótlyftur, róður. Sjá nánar hér:  https://www.youtube.com/watch?v=RZNCVADdwbw&t=1s

Stórir og miklir gluggar sem snúa í norður ýta undir æfingaupplifunina þar sem útsýnið er einstakt.

Öll tæki og búnaður eru frá Hreyfisport, Hafnargötu 35 Reykjanesbæ.

https://hreyfisport.is/

*Athugið að aðgangur í hóptímasal er ekki innifalinn í kaupum á aðgangi í tækjasal.

 

*12 mánaða samningur er bindandi samningur til 12 mánaða. 3 mánaða uppsagnarfrestur.

**Ótímabundinn samningur er með engum binditíma og 2 mánaða uppsagnarfresti.

Björgvin Jónsson og Sigurbjörg Gunnarsdóttir eru eigendur Orkustöðvarinnar og reka tækjasalinn. Þau eru bæði Suðurnesjafólk, Björgvin garðbúi og Sigurbjörg njarðvíkingur. Sigurbjörg er sálfræðimenntaður íþróttafræðingur og hefur hún víðtæka starfsreynslu á sviði ráðgjafar, kennslu, þjálfunar og starfsendurhæfingar. Hún verður með fasta viðveru í tækjasalnum 2x í viku (þriðjudaga og fimmtudaga).

Í tækjasal Orkustöðvarinnar er einungis óbein lýsing og hljóðvistin eins og best verður á kosið. Útsýnið alveg frábært. Mikil áhersla var lögð á vellíðan í hönnunarferlinu og má segja að JEes arkitektum hafi tekist mjög vel til. 

Við bjóðum alla velkomna að koma og prófa hjá okkur tækjasalinn frítt (allt að 3 skipti) án skuldbindinga. Endilega sendu okkur póst og við finnum tíma til að taka vel á móti þér:

sigurbjorg@orkustod.is

 

Opnunartími

Mánudaga: 06:00-21:00

Þriðjudaga: 06:00-21:00

Miðvikudaga: 06:00-21:00

Fimmtudaga: 07:00-21:00

Föstudaga: 06:00-21:00

Laugardaga: 09:00-19:00

Sunnudaga: 10:00-19:00

 

 

Í tækjasal Orkustöðvarinnar er “Multi æfingatrissan” G9S frá Body Solid. Í henni má gera fjölmargar æfingar.

Á myndbandinu hér að neðan eru þær helstu sýndar: