HVERNIG NÝTIR ÞÚ HVATAGREIÐSLUR TIL AÐ KAUPA KORT

Orkustöðin notar Sportabler sölu- og innskráningarkerfi sem einfaldar íbúum Reykjanesbæjar að nýta hvatagreiðslur/frístundastyrk.

Til að nýta sér styrkinn (45.000kr á ári) velur þú hvaða kort þú vilt kaupa og hvort þú viljir úthluta hvatagreiðslu/frístundastyrk. Þegar þú velur að nýta styrkinn þá getur þú valið hversu háa upphæð af þessum 45.000kr þú vilt nýta.

Hér að neðan eru frekari útskýringamyndir af ferlinu. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar þá endilega hafðu samband: sigurbjorg@orkustod.is

Útskýringar skref fyrir skref

Eftir að hafa valið “KAUPA KORT” inn á heimasíðu Orkstöðvarinnar velur þú:

Kort og áskrftir – Eldri borgarar – Hvatagreiðslur

Næst hakar þú í þann fjölda mánaða sem þú vilt kaupa í heilsurækt.

þegar þú hefur valið þá ýtir þú á svarta hnappinn neðst, Go to Checkout.

Næst ýtir þú á Svarta hnappinn “Electronic ID” til að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum.

Þá er komið að því að slá inn símanúmerið þitt og ýtir svo á Confirm takkann

Þegar þú hefur auðkennt þig með rafrænum skilríkjum þá velur þú fyrir hvern þú kaupir kortið og hvort þú viljir ráðstafa frístundastyrk/Hvatagreiðslum. Ef þú vilt ráðstafa frístundastyrk/Hvatagreiðslum þá hakar þú í já og ýtir svo á hnappinn niðri – GREIÐSLUFERLI.

Að lokum skráir þú þig inn símanúmerið þitt og kaupin fara í gegn með hvatagreiðslu.