No products were found matching your selection.

Ingibjörg Elva Vilbergsd
Ingibjörg Elva er partur af Orku-fjölskyldunni. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsu og útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari árið 2011. Hún hefur starfað við fjarþjálfun frá árinu 2012 og hefur einnig tekið að sér einkaþjálfun. Hún les mikið og aflar sér fræðilegrar þekkingar um þjálfun og áhrif mataræðis á heilsu. Ingibjörg spilaði körfubolta í efstu deild og hefur spilað með unglingalandsliðum Íslands og A landsliði Íslands og situr nú í Afreksnefnd KKÍ. Ingibjörg er einnig með BA í félagsfræði og MS í mannauðsstjórnun. Orkustöðin er sannarlega heppin með þennan gullmola

Pétur Bragas.


Pétur Bragason er partur af Orku-fjölskyldunni. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á heilsu og íþróttum og keppti m.a. í knattspyrnu, körfubolta og hestaíþróttum þegar hann var yngri. Pétur stundar í dag styrktarþjálfun, jóga og hestamennsku. Pétur lærði húsasmíði í FS og verkfræði í Kaupmannahöfn, og er í dag að læra styrktarþjálfun hjá Keili og körfuboltaþjálfun hjá KKÍ. Pétur les mikið um andlega- og líkamlega heilsu og sækir sér einnig reglulega kennslu og hefur m.a. farið á góð námskeið í Kaupmannahöfn og Prag. Pétri finnst gaman að hjálpa fólki og hefur sjálfur þjálfað sig vel upp eftir alvarleg slys. Pétur vill nota sína lífsreynslu og langar að bæta heilsu fólks, hjálpa því að ná árangri og starfa við það sem hann hefur brennandi áhuga á. Orkustöðin tekur fagnandi á móti honum.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir


Sigurbjörg er ein af orkuboltunum og er sannkallaður íþróttaálfur. Hún hefur æft flestar íþróttir um ævina og má þar nefna fótbolta, sundknattleik, þríþraut, körfubolta, íshokkí, taekwondo, og keppti einnig fyrir hönd íslenska landsliðsins í sundi um nokkura ára skeið. Sigurbjörg hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir hreyfingu og heilsu og hóf snemma að þjálfa sund og halda skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna. Hún er íþróttafræðingur að mennt en er auk þess með B.sc. gráðu í sálfræði og meisaragráðu í forystu og stjórnun. Sigurbjörg hefur m.a. starfað sem heilsuþjálfari á Reykjalundi, íþróttakennari og þjálfari, ráðgjafi og sérfræðingur hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði . Sigurbjörg hefur nú alfarið snúið sér að fyrirtækjarekstri og heyrir Orkustöðin m.a. þar undir. Sigurbjörgu hlakkar mikið til að aðstoða nýja iðkendur í tækjasalnum og taka á móti öllum flottu nýju iðkendum Orkustöðvarinnar.